Sjósunds- og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur (SJÓR) og Sundsamband Íslands fagna afmæli sínu í Nýárssundinu.

January 1, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Ekki er úr vegi að fjalla aðeins um Nýárssundið 1 janúar, þar sem þessi skemmtilega hefð er að festa sig meira í sessi.

Lögreglan hefur lengi verið kyndilberi þessarar hefðar, en fyrsta Nýárssund var þreytt 1910 af Lögreglunni í Reykjavík.  Sundið lagðist svo af í mörg ár, en eftir hvatningu frá Eyjólfi Jónssyni sjósundkappa var þessi hefði svo endurvakin 1999 af Jóni Otta Gíslasyni, heitnum,  lögreglumanni og félögum hans.  Jón Otti og félagar hans voru annáluð hreystimenni og skelltu sér í sjóinn við ýmis tækifæri, svo ekki sé minnst á Eyjólf Jónsson, sem synti mörg frækin sund á árum áður.

Sjósunds- og Sjóbaðsfélag Reykjavíkur (SJÓR) eru langstærstu sjósundsamtök landssins, sem telja nú orðið hátt í 400 félagsmenn, halda  uppi heiðri og minningu  fyrrum sjósundkappa og sjá um að halda þessari hefð gangandi í samstarfi við Lögregluna, ÍTR og Sundsamband Íslands, enda bráðskemmtilegt og hressandi að skella sér í sjóinn til að fagna nýju ári.

SJÓR er núna orðið 1 árs og fagnar því í Nauthólsvík 1 janúar milli 11:00-14:00, enda stofnað á Rúbín veitingastað í Öskjuhlíðinni fyrir ári síðan að viðstöddu fjölmenni.  Félagið hefur dafnað og blómstrað á þessu fyrsta ári og vitnar lífleg heimasíða félagssins um þá góðu vinnu sem þar er unnin.  Í Nauthólsvík hefur myndast einstakt samfélag glaðbeitts fólks þar sem hlátur er í fyrirrúmi og heyrast hlátrarsköllin langar leiðir þrisvar sinnum í viku, allan veturinn.  Þarna ríkir einstakur drengskapur og allir eru jafnir.

Sundsamband Íslands er 60 ára á þessu ári og opnar formlega afmælisár sitt með okkur í Nauthólsvík í Nýárssundinu.  Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til samstarfssins á árinu.

Félagsskapur – Fegurð – Gætni

KV,

Stjórn SJÓR

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!