Fyrsta sjó-bíó á Íslandi var tær snilld.

February 3, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 31. jan. mættu yfir 60 manns í Nauthólsvíkina og horfðu á Jaws “Ókyndin” í góðu yfirlæti í heita pottinum með popp og kók.  Síðan um miðnætti var farið í Millimánaðasund.

Eftir að búið var að svamla í sjónum leitandi að uggum þá var farið í pottinn aftur og klárað að horfa á myndina.

Meðlimir SJÓR voru ákaflega ánægðir með uppátæki skemmtilegu nefndarinnar og mikið rætt um að hafa þetta aftur.

Viljum við þakka starfsfólki Ylstrandarinnar fyrir aðstöðuna og alla hjálp sem gerði þessa bíóferð mögulega, algerir snillingar.

Nokkrar myndir eru komnar í myndaalbúmið

Share

Comments

3 Comments on Fyrsta sjó-bíó á Íslandi var tær snilld.

  1. Jóhanna Fríða on Fri, 4th Feb 2011 09:01
  2. Vá, hvaða flottu skvísur eru þetta?!!! ;)

  3. Benni on Fri, 4th Feb 2011 12:59
  4. alger snilld

  5. birgir on Sat, 5th Feb 2011 18:37
  6. Fríða, þegar fólk kemur og biður um að láta taka mynd af sér, enda myndirnar auðvitað á forsíðunni .)
    “covergirls”

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!