Blessunarathöfn í sjónum við Nauthólsvík á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar

January 16, 2010 by
Filed under: Uncategorized 

Þriðjudaginn 19. janúar kl. 19:00 mun rússneska rétttrúnaðarreglan vera með blessunarathöfn í sjónum við Nauthólsvík.
Nú eru jólin hjá rétttrúnaðarkirkjunni allri því þeirra jól hefjast á þrettándanum. Sjóblessunin er hluti af þeirra jólaritúali (jólahelgihaldi) og verður að gerast þennan tilgekna dag. Svo skemmtilega vill til að blessunin fellur núna innan tímamarka alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku sem sjá má nánar á www.kirkjan.is/baenavika/2010 .
Vegna þessarar samkirkjulegu bænaviku má reikna með að aðilar frá öðrum trúfélögum taki þátt í blessuninni.

Þetta fer þannig fram að fyrst les prestur rétttrúnaðarreglunnar á Íslandi, hann Timur, bænir á ströndinni og síðan fer hann ásamt söfnuði sínum út í sjóinn og blessar hann.

Share

Comments

One Comment on Blessunarathöfn í sjónum við Nauthólsvík á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar

  1. benni on Tue, 19th Jan 2010 21:50
  2. Mjög sérstakt að fylgjast með þessari athöfn. Með reykelsi og blysi. Standandi út í sjónum flytjandi rússneskan helgitexta var predikarinn eins og persóna í amerískri draugamynd en ekki eins og leiðtogi safnaðar . Gaman að sjá þennan fjölda sem skellti sér í sjóinn á eftir. Jón sjóhirðljósmyndari ætlar að senda okkur myndir af þessu.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!