Sjóbíóið og millimánaðasundið gekk eins og hestur!

April 3, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Gott veður og smá rigningarúði voru í víkinni þegar Meðlimir SJÓR og aðstandendur mættu og horfðu á JAWS 2 á fimmtudagskveldinu síðasta.  Allt gekk eins og í sögu og voru allir ánægðir með atburðinn.  Skemmtilega nefndin á hrós skilið fyrir skemmtunina.  Nú verða ekki fleiri sjóbíó á næstunni þar sem birtan verður okkur ekki hagstæð næst (sem er mjög gott mál)  Skoðum aftur í haust hvort haldið verður áfram.  Myndir voru teknar og hægt verður að sjá þær á heimasíðu Nauthólsvíkur innan langs tíma.

Nú styttist mjög svo í sumarið og heitari sjó og þá munum við vera með mikið af ferðum og hópsundum hér og þar, eins og í fyrra, þar sem mikil stemming er fyrir því í hópnum.

Stjórnin

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!