Yndisferð upp á Skaga

May 19, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Sjósund- og sjóbaðsgarpar af öllum stærðum og gerðum mættu á Olísstöðina í Mosfellsbæ laugardaginn 14. maí, sameinast var í bíla þar sem það átti við og haldið af stað á vit nýrra sundævintýra. Við rötuðum upp á Akranes en ekki eins vel um bæinn, Langisandur fannst að lokum og mikil tilhlökkun að komast í sjóinn, fallegur útselur synti með okkur um stund. Akurnesingar eru með þessar flottu útisturtur volgar í fjöruborðinu sem biðu okkar að afloknum ljúfum sundspretti í öldugangi. Það var stutt frá sundstaðnum í sundlaugina og völdu sumir að ganga. Fín sundaðstaða með skemmtilegri rennibraut, við prófuðum alla heitu pottana en rennibrautin vakti mesta lukku.  Ýmsar aðferðir voru prófaðar til að renna sér og sumar örlítið glannalegri en reglugerðir leyfðu sem varð til þess að sundlaugarvörður sá ástæðu til gefa okkur tiltal. Eftir allt buslið var fólkið svangt og fórum við niður á verslunargötuna til að gæða okkur á palentínskum veitingum sem voru svo pólskar á endanum. Frábær ferð með skemmtilegum ferðafélögum, hlökkum til næstu ferðar ég held að það sé ekki spurning. Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast nýju fólki og kærleikur og kátína sem maður finnur úr heimavíkinni fylgir alltaf með í ferðum.

Bestu kveðjur Skemmtilega nefndin :-)

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!