Stutt-Ermasund á sjómannasunnudaginn 5.júní

June 1, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Hefur þig alltaf dreymt um að synda Ermarsund? Nú er tækifærið. Sjómannasunnudaginn 5. júní kl. 16 efnum við til stuttermasunds í Nauthólsvík. Þátttakendur þurfa að synda í ermum og munu fulltrúar Bretlands og Frakklands sjá um að allt fari rétt fram. Viðurkenning verður veitt fyrir flottustu ermarnar og allir munu fá viðurkenningarskjöl að loknu sundi. Sundið verður í styttra lagi og allir ættu að geta tekið þátt. Söfnunarbaukur verður á staðnum svo að þeir sem vilja styrkja Árna um drykkjarpeninga geti látið gott af sér leiða ( allir vita hvað  maður getur orðið þyrstur eftir sjósund).

Fyrst og fremst er þetta gert okkur til gleðiauka og að öllum líkindum mun tómur fíflaskapur verða við völd. En vinsamlegast varið ykkur á sjóræningjunum……

Bestu kveðjur    Skemmtilega nefndin

Ermasund

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!