Sjósundsútilega í Stykkishólmi 24.-26. júní

June 16, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Þá er komið að hinni árlegu sjósundsútilegu SJÓR.  Eins og áður verður haldið til Stykkishólms og notið þess að synda í undurfögru umhverfi.  Margt skemmtilegt er á dagskrá t.d. verður synt frá Búðarnesi og í kringum Súgandisey. Svo verður  kvöldvaka, sund, grill og almenn gleði og glens. Á sunnudeginum er ætlunin að keyra fyrir nesið og synda á nokkrum fallegum stöðum.  Þetta er sannkölluð fjölskylduferð og tilvalið að koma og hafa gaman saman.  Nánari upplýsingar hjá Helenu Bærings og svo má commenta hér að vild.  Sjáumst  Skemmtilega nefndin

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!