Bessastaðarsundi lokið í góðu veðri.

July 22, 2011 by
Filed under: Fréttir 

13 manns mættu í 4,5 km. Bessastaðarsundið og 24 í 2,4 km. sundið.  Allir komu þeir aftur og enginn þeirra… týndi sundbol/skýlu.

Veður var gott í alla staði en straumar léku okkur grátt fyrri part leiðar sem gerði það að verkum að þeir sem fóru 2,4 km. lentu í miklum mótstraum við Kársnesið en þeir sem fóru 4,5 km. lentu í MJÖG miklum straum bæði við Bessastaðarlónið og einnig við Kársnesið.  Tímaramminn var einnig knappur vegna opnunar í Nauthólsvík og eiga snillingarnir sem þar vinna og í Siglunesi heiður og lof skilið fyrir skilning og hjálpsemi við sundfólkið.  Teygðu opnunina eins og þau gátu svo hægt væri að hlýja sér.

Þetta er í annað sinn sem Bessastaðarsundið er haldið með þessum hætti og gekk þetta að mestu vel, hinsvegar voru hlutir sem betur máttu fara og munum við læra af því.

Veittar voru viðurkenningar fyrir báðar vegalengdir og ef einhverjir voru skildir útundan þá endilega hafið samband við okkur og fáið hjá okkur Fálkaorðu. (eða þannig)

Með sundkveðju,,,,, Stjórn SJÓR

Share

Comments

4 Comments on Bessastaðarsundi lokið í góðu veðri.

  1. Birna Hrönn Sigurjónsdóttir on Fri, 22nd Jul 2011 09:50
  2. Takk fyrir að gefa okkur tækifæri á að synda þetta frábæra sund…. knús frá mér

  3. Ásgerður Jóhannesdóttir on Fri, 22nd Jul 2011 14:03
  4. Takk fyrir frábært sund, næst verður tekið lengra sundið ;)

  5. Ómar Ómar on Fri, 22nd Jul 2011 14:34
  6. Þetta var snilld. Gott veður og eðal félagsskapur. Væri gaman að stefna á lengra sundið á næsta ári ef maður verður duglegari að busla í sjónum og synda ;)

  7. Kolbrún Karls on Thu, 28th Jul 2011 10:26
  8. Vann persónulegan sigur í þessu, takk fyrir mig og fyrstu medallíu lífs míns sem var svo sannarlega verðskulduð :o )

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!