Ægisíðu sundið gekk eins og í sögu.

August 4, 2011 by
Filed under: Fréttir 

img_3694Ægisíðu sundið gekk eins og í sögu.  44 manns tóku þátt í þeim vegalengdum sem í boði voru (1,5/2,0/3,0 og 3,8) og voru aðstæður upp á sitt besta. Gott veður, meðvindur, meðstraumur og góða skapið.  Þeir sem syntu 3,0 og 3,8 km fóru á bílum út á Ægisíðu þar sem byrjað var að synda og þeir sem tóku 2,0 og 1,5 km gengu úr Nauthólsvíkinni eftir hjólastígnum að þeim stað sem farið var út í.  Nokkuð af myndum er komið í myndaalbúmið góða en fleiri koma fyrir helgi vonandi.  Stjórnin vill þakka þeim sem hjálpuðu okkur að gera þetta mögulegt og ekki síst starfsfólki Ylstrandarinnar sem allt fyrir okkur vildi gera eins og alltaf.

 

Viljum minna á Fossvogssundið sem haldið verður 10. ágúst og keppni í samhæfðu sjósundi sem verður haldin föstud. 12. ágúst.í annað sinn, en í fyrra var þetta haldið í fyrsta sinn og var þetta mikil skemmtun fyrir alla sem tóku þátt og sáu.

 

kv. Stjórnin

Share

Comments

One Comment on Ægisíðu sundið gekk eins og í sögu.

  1. Asgeir J on Sat, 6th Aug 2011 17:56
  2. Ég segi bara kærar þakkir fyrir mig, frábært framtak hjá ykkur öllum saman:-)
    ÁJ

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!