Líkamsbygging sjósundsfólks

January 26, 2010 by
Filed under: Uncategorized 

Á liðnum árum hef ég velt því fyrir mér hvaða líkamsbygging henti sjósundi best. Hef reyndar oft verið spurður að því. Ég hef fylgst með umræðu á netinu en ég veit ekki til að neinar rannsóknir hafi verið gerðar. Það virðist þó vera nokkuð samdóma álit þeirra sem hafa tjáð sig um það og vit þykjast hafa á, að kassalaga fólk eigi auðveldast með að samlagast kuldanum í sjónum, þ. e stutt og þrekið. Alison Streeter, fræknasti sjósundmaður heims (kona), hefur þannig líkamsbyggingu.

Á myndinni má sjá Alison Streeter gefa undirrituðum góð ráð áður en hann lagði í Ermarsundið.

Flestir telja að hæfilegt fitulag sé til bóta en að háir og mjóir sundmenn kólni hraðar og þá í gegnum langa hand- og fótleggi.
Þeir fljótustu til að synda Ermarsundið hafa verið grannir og háir. Þeir hafa þá náð upp miklum hraða og brennslu í líkamanum og þeirra fljótastur er Petar Stoychev.

(Petar Stoychev er á myndinni hér til vinstri)

Það kemur vel heim og saman við okkar hraðsyntasta sjósundmann, Heimir Örn. Hann og Petar eru nákvæmlega jafn háir og jafn þungir. Við getum horft spennt til framtíðar hvað Heimi varðar. Hann á eftir að gera það gott í sjósundinu.

(Heimir Örn er á myndinni hér til vinstri)

Hvað með eigin reynslu? Undanfarið hef ég lést töluvert. Það hefur haft þau áhrif í þessum kalda sjó, kringum 0 gráðurnar, sem hefur verið undanfarið, að mér finnst ég þola hann betur en hef þó einungis prófað styttri sund. Hvort það er æðakerfið sem ræður betur við kuldann eða eitthvað annað er ekki gott að segja.

Það er því augljóst að það er ekki auðvelt að segja til um það hvað hentar og hvað ekki, þetta er allt í kollinum á hverjum og einum.

Sjósund er: Fegurðin, félagskapurinn og gætnin.

Benedikt Hjartarson, formaður SJÓR

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!