Skráning hafin í sund til Viðeyjar föstudaginn 19. ágúst

August 15, 2011 by
Filed under: Fréttir 

SJÓR er með hina árlegu sundferð fram og til baka til Viðeyjar næsta föstudag og allir sem ætla að koma með VERÐA að skrá sig hér á síðunni. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti. Það kostar 500 kr. fyrir félagsmenn SJÓR og 1000 kr. fyrir aðra, og fer það í að greiða kostnað við báta og annan tilfallandi kostnað við sundið.  Greiða þarf í peningum í byrjun sunds þar sem við erum ekki með posa. Hægt verður að velja um aðra leið eða báðar. Við viljum benda sundfólki á að það er á eigin ábyrgð í sjónum. Við verðum með nokkra báta og nokkra kayaka sem að fylgja fólki alla leið. Einnig verður mjög vant sjósundsfólk með blöðkur sem fylgist vel með og er tilbúið að hjálpa. Bendum fólki á að hafa meðferðis eitthvað heitt að drekka og hlý föt sem auðveld er að klæða sig í eftir sundið. Ekki verra að hafa einhvern sem tekur á móti þegar sundið er búið.  Hér er yfirlitsmynd af sundinu.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!