Sund út í Viðey tókst með eindæmum vel.

August 20, 2011 by
Filed under: Fréttir 

img_4018Synt var út í viðey í mjög góðu veðri, hita og rislitlum sjó.  Fjöldi sundmanna var um 140 alls sem syntu aðra eða báðar leiðir og allir komu þeira aftur,,,,, Myndir eru komnar í Myndaalbúmið góða.  Viljum við þakka öllum sem lögðu lóð sín á vogarskálarnar til að gera þetta sund mögulegt.  Sérstaklega Kayak félögunum okkar sem voru bæði í fyrra og núna með 11 kayaka og Benna kafara sem fylgt hefur okkur í flestum sundum þetta árið.  Einnig höfum við fengið frábæra hjálp frá Hjálparsveitum og fleiri aðilum við öryggismál sundsins.  Frábært að fá meðlimi SJÓR til að hjálpa við skráningar, móttöku sundkappa, verðlaunaafhendingu og allt annað sem til fellur við framkvæmd sunds að þessari stærðargráðu.  Þetta væri ekki hægt án ykkar.

Svo er hér að lokum linkur í myndasafn hjá Jóni Svavars sem hann tók í sundinu.

Með þökk, Stjórn SJÓR

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!