Sigrún, Kolla og Sædís Rán syntu Viðeyjarsundið 21. ágúst 2011

August 22, 2011 by
Filed under: Fréttir 

img_4152Þessar þrjár stöllur tóku sig til á sunnudaginn síðasta 21. ágúst 2011 og syntu Viðeyjarsundið góða sem er 4,3 km.  Veður var gott og straumar hagstæðir, makríltorfur og selshausar. Hitastigið var að meðaltali 12,4°.  Kolla og Sigrún fóru þetta á tímanum 2:26 mín og Sædís Rán synti leiðina á 2:31 og má geta þess að Sædís er yngsti sundkappinn sem hefur farið þessa leið, aðeins 18 ára. Myndir eru komnar inn í myndaalbúmið góða. Frétt á bleikt.is og myndir frá Stöð 2.

Stjórnin óskar þremenningunum til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!