Skundað í Skötubót

August 28, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Fríður hópur sjósyndara skellti sér í Skötubótina við golfvöllinn í Þorlákshöfn í aldeilis fínu veðri. Skötubótin er skemmtilegur staður til útivistar og er þessi sandfjara hálfgerð sólarströnd Þorlákshafnarbúa. Hópurinn undi sér vel í öldunum og öslaði sandfjöruna langt út og auðvitað fylgdist einn selur með okkur. Eftir sjósundið var glæsileg sundlaug heimamanna heimsótt og fylgdi hellings sandur með okkur :-(   engu líkara en heil leikskólaherdeild hafi verið á ferð. Ekki skemmdi það svo fyrir að í andyri sundlaugarinnar var verið að steikja vöfflur sem hópurinn gæddi sér á eftir sundsprett og pottahangs.  Fullkominn endir á góðri ferð.  kveðja Skemmtilega nefndin

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!