Írena Líf 16 ára sjósundskappi með besta tíma í Viðeyjarsundi

September 9, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 6. september s.l. lagði Írena Líf af stað  frá Viðey, með það að markmiði að bæta besta  sundtíma kvenna. Írena stóð við það og gerði betur, þar sem hún er með besta tíma kvenna sem synt hefur frá Viðey til Reykjarvíkurhafnar á vegalengdinni 4,6 km. Það gerði hún án þess að vera smurð og í hlífðargalla, þar sem hún var eingöngu á sundbol og ósmurð. Írena á því besta einstaklingstíma í Viðeyjarsundi 1:18.07 án galla og ómsurð. Slær hún þar alla út, karlana líka.

Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Drangeyjarsund er líka á dagskránni, en það þykir með erfiðari sjósundum þar sem sjórinn er talsvert kaldari og straumar miklir. Að auki stefnir Írena á Ermasund næsta sumar. Ermasundið er 32 km í beinni loftlínu en sundmenn sem synda Ermasund synda allt að 60 km vegna strauma.

Hún er núverandi íslandsmeistari í 3 km sjósundi kvenna.

Við óskum Írenu Líf auðvitað til hamingju með þetta allt saman og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

 

 

Share

Comments

2 Comments on Írena Líf 16 ára sjósundskappi með besta tíma í Viðeyjarsundi

  1. Ásgerður Jóhannesdóttir on Tue, 13th Sep 2011 15:55
  2. Þú ert bara flottust stelpa,,,svo mikið stolt af þér :)

  3. benni on Sun, 23rd Oct 2011 12:56
  4. Það þarf að leiðrétta þetta. Sundið hans Heimis er algerlega löglegt og hann var þónokkuð fljótari en Irena. Kristinn Magnússon hefur líka synt þessa vegalengd á betri tíma á sundskýlunni einni. Það er verið að vinna úr gömlum upplýsingum og draga fram þá tíma sem til eru skráðir til að hafa þetta allt rétt.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!