Dýfingakeppnin – allir kláruðu sín stökk og náðu að lenda í hafinu

September 14, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 12. september var haldin dýfingakeppni af klettinum. Fjölmargir tóku þátt og voru keppendur á öllum aldri og koma víða að (nokkrir ferðamenn úr pottinum slógust í hópinn). Hver keppandi fékk eina tilraun og þurfti því að leggja allt í þetta eina stökk. Mörg falleg stökk, stungur, hopp og snúningar sáust og allir sem skráðu sig luku keppni með glans.  Keppendur og áhorfendur voru einnig ötulir að hvetja til dáða og stemmningin var ákaflega góð.  Sigurvegarar fyrir fallegustu stökkinn voru; Björn Ásgeir Guðmundsson 1. sæti, Benedikt Hjartarson 2. sæti og Guðrún Hlín Jónsdóttir 3. sæti. Sérstök aukaverðlaun fékk svo Steinþór Ásgeirsson fyrir sérlega tilþrifamikla veltu fram á við með flatbakslendingu og tilheyrandi sviða.  Viljum við þakka dómurum, keppendum og áhorfendum fyrir skemmtilega og drengilega keppni. Hlökkum til að sjá ykkur að ári.

Bestu kveðjur

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!