Heimsókn upp á Akranes

September 18, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Sjósundsfélagið fór í heimsókn upp á Akranes í boði Haraldur Sturlaugssonar. Skagamenn eru að koma upp frábærri aðstöðu fyrir sjósundsfólk fyrir neðan knattspyrnustúkuna og stutt er þaðan niður í fjöru og eins upp í sundlaug. Langisandur tók á móti okkur með frábæru veðri og flottum sjó, fullum af öldum. Hópurinn lék sér heillengi í öldunum og hefur sjaldan verið hlegið meira í sjósundi. Eftir sjósundið var farið í sundlaugina og síðan snædd súpa, kaffi og kökur við nýju aðstöðuna. Haraldur fræddi okkur um fyrirhugaðar framkvæmdir en ætluninn er að setja upp bæði heitan pott og útisturtur. En það er ekki bara hægt að synda á Langasandi. við skoðuðum líka Skarfavör við Akranesvita en þaðan er hægt að synda í átt að Langasandi. Eins skoðuðum við Lamhúsavör bak við bíóhöllina, fallega vík sem gott er að synda í. Að lokum var okkur boðið að skoða einstakt safn um Akranes og fjölskyldu Haraldar sem hann er búin að koma fyrir í kjallara Haraldarhúss. Rúmlega 50 manns koma með okkur í þessa frábæru ferð og nutu gestrisni og veitingar í fallegu haustveðri.

Share

Comments

4 Comments on Heimsókn upp á Akranes

  1. Sigrún Þ. on Sun, 18th Sep 2011 20:20
  2. Takk fyrir frábæra ferð kæru sjósundsvinir :-)

  3. bennih on Mon, 19th Sep 2011 07:13
  4. Takk öll. Takk Haraldur og Ingibjörg. Þetta var mögnuð ferð og öllum sem að stóðu til sóma. Þetta er greinilega framtíðarsudstaður. Sér í lagi ef áfram helsur sem horfir með uppbyggingu.

  5. Hafdís Rut R on Mon, 19th Sep 2011 16:44
  6. Skemmti mér konunglega – sjórinn var frábær og aðstaðan ótrúlega góð, þó lengi megi gott bæta ;-) ekki spillti öldugangurinn fyrir upplifuninni. Takk fyrir mig og takk fyrir að skipuleggja þessa ferð. Það er ekki ofsögum sagt að sjósundsfólk kunni að leika sér ;-) )

  7. Níels on Mon, 19th Sep 2011 20:37
  8. Takk kærlega fyrir mig geggjuð ferð og velheppnuð yndislegt veður hlýr sjór og virkilega góðar móttökur

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!