SJÓBÍÓ – The Abyss

October 30, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 31. október verður myndin The Abyss sýnd í sjóbíó niður í Nauthólsvík. Myndin sem er í leikstjórn James Cameron er sannkallað meistaraverk og ein af bestu neðansjávar myndum sem gerð hefur verið. Í henni er fullt af tæknibrellum, flott saga og framúrskarandi leikur. Nú er tækifæri að upplifa þessa glæsilegu mynd í sínu rétta umhverfi við sjóinn. Sýning hefst kl 22. Heitt vatn í pottinum en ekkert vandmál að kæla sig niður ef þörf krefur. Á miðnætti verður hoppað í sjóinn og nýjum mánuði fagnað með stæl á hafi úti.
Miðaverð 1000 kr í peningum. Popp og gos selt á staðnum.

Allir velkomnir – sjósundsfólk jafnt sem aðrir

Skemmtilega nefndin

Share

Comments

One Comment on SJÓBÍÓ – The Abyss

  1. Níels on Tue, 25th Oct 2011 22:26
  2. Mæti pottþétt

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!