Stofnfundur sjóbaðsfélags Akranes

October 27, 2011 by
Filed under: Fréttir 

Sunnudaginn 30. október verður stofnfundur sjóbaðsfélags Akraness. Í tilefni af því að nú í október eru 100 ár liðin frá fyrstu sundkeppni sem haldin var á Akranesi ætla nokkrir sprækir sjóbaðsmenn að synda í Lambhúsasundi fyrir neðan Bíóhöllina kl. 12 sunnudaginn 30. október og minnast þannig frumkvöðlanna. Mæting í Jaðarsbakkalaug kl 11:30 og þaðan verður tekin strætó að Lambhúsasundi og aftur til baka um kl 13:00 á stofnfund Sjóbaðsfélags Akraness. Hægt verður að ylja sér í lok sjósunds í körum sem búið er að koma fyrir við fjöruna. Gaman væri ef hægt væri að fjölmenna í þetta sund og er öllum velkomið að taka þátt.

Share

Comments

One Comment on Stofnfundur sjóbaðsfélags Akranes

  1. Þröstur on Sat, 29th Oct 2011 19:38
  2. Mæti að sjálfsögðu og tek minnst einn með mér. Vonando koma sem flestir.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!