Fyrirlestur um ofkólnun

February 1, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Miðvikudaginn 17. febrúar, kl. 19:15-20:30, mun SJÓR í samstarfi við sjósundnefnd Sundsambands Íslands halda mikilvægan fyrirlestur um ofkólnun.

Fyrirlesturinn fer fram í HR við Nauthólsvík, fyrirlestrarsalnum Betelgás, stofu V1.02, sjá leiðarlýsingu á mynd.

Þar munum við heyra um reynslu af ofkólnun, um aðkomu að ofkólnun, um ofkólnun vs. hjarta og æðakerfi, um rannsóknir og um fyrstu viðbrögð.

Það er mikið öryggisatriði að sem flest sjósundsfólk fræðist um þetta. Við vitum aldrei hvenær óhöppin verða og fyrstu viðbrögð eru mikilvægust. Við hvetjum sem flesta til að mæta, það gerir okkur öll öruggari í sjónum.

Share

Comments

2 Comments on Fyrirlestur um ofkólnun

  1. benni on Mon, 1st Feb 2010 22:42
  2. Tek undir það. Allir að mæta. Við höfum gott af því. Við hittumst þá líka við aðrar aðstæður en Nauthólinn.

  3. Heimir on Thu, 11th Feb 2010 22:04
  4. Láta alla sem þið þekkið vita af þessu.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!