Gjaldtaka í Nauthólsvíkinni OKKAR!

February 8, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Um tíma höfum við iðkendur sjóbaða tekið eftir því að borgaryfirvöld hafa viljað taka gjald fyrir aðstöðuna í Nauthólsvík. Frá og með fyrsta febrúar á gjald fyrir stakar komur að vera 500 krónur og gjald fram að sumri 4000 krónur á manninn. Þessi gjaldtaka er félaginu SJÓR algerlega óviðkomandi. Þessu hefur verið misjafnlega tekið af félagsmönnum og iðkendum sjóbaða.

Bent hefur verið á að með þessu sé verið að skattleggja félaga úr SJÓR eingöngu vegna þess að ekki er tekið gjald fyrir sumaropnanir. Augljós mismunun. Aðrir hafa bent á að sama gjald er fyrir sundferð. Þar er sundlaug, pottar, skápar, heitar sturtur, almennileg aðstaða til fataskipta. Ekkert af þessu er til staðar í Nauthólsvík.

Ljós punktur er að föstudagsopnun hefur verið tekin upp aftur.

með sundkveðju:

Stjórn SJÓR

 

Share

Comments

31 Comments on Gjaldtaka í Nauthólsvíkinni OKKAR!

 1. Kristín Helgadóttir on Wed, 8th Feb 2012 11:34
 2. er það þá della að við getum fengið annargjaldið ódýrara í gegnum SJÓR?

 3. bennih on Wed, 8th Feb 2012 11:41
 4. já, til að yrði mögulegt þurftum við að koma því til allra okkar manna og það er óvinnandi vegur fyrir 500 kr.

 5. Eygló on Wed, 8th Feb 2012 14:52
 6. Við andmælum þessu náttúrlega á okkar einstaka hátt. Það er sjór víðar en í Nauthólsvík. Mætum bara utan opnunartíma í sundfötum innanundir, förum i sjóinn og striplumst svo saman við að hafa fataskipti, eins og í utanbæjarferðunum, t.d. Jónsmessuferðunum í Hvammsvík.

  Legg til að Sjór stingi uppá stað og stund!

  Svo legg ég líka til að Sjór kanni grundvöll fyrir sundferð í Jökulsárlón, þó þar sé ekki sjór.

 7. Birna Hrönn on Wed, 8th Feb 2012 17:19
 8. Þetta er nú frekar súrt !!!
  En ég velti því fyrir mér hvort ÍTR kortin gildi ekki í Nauthólsvíkinni, þau gilda í öllum sundlaugum í Reykjavík sem eru á vegum ÍTR,
  Nauthólsvíkin heyrir undir ÍTR eða er það ekki ?

  http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3695/2284_read-30122/

 9. Þröstur Heiðar on Wed, 8th Feb 2012 20:00
 10. Ef bera ætti aðstöðuna saman við sundlaug þá væri nær að borga 100 kall fyrir skiptið í stað 500 kr ! Sjósundsfólk á að fá stóran afslátt. Án þeirra er enginn Nauthólsvík 70% ársins.

  Er ekki annars málið að rukka aðstöðugjald fyrir þá sem labba á Esjuna líka ?

 11. benni on Wed, 8th Feb 2012 20:22
 12. Hrikalega lýst mer vel á að synda í Jökulsárlóni. verðum að vera með ferð þangað. Synti þar einu synni í auglýsingu sem tók allan daginn í tökum.
  Það gilda engin önnur kort en þau sem við fáu í Nauthósvík. Því miður var , þrátt fyrir gott veður í dag, ansi fátt í Nauthósvík. Er orðið langt sýðan svo fátt hefur verið þar.

 13. Kristín Helgadóttir on Wed, 8th Feb 2012 23:02
 14. ef við kaupum armband sem gildir fram að sumaropnun þá erum við að bora 100 kall fyrir skiptið, miðað við að við förum tvisar í viku.

 15. Steinunn on Wed, 8th Feb 2012 23:12
 16. Góðar hugmyndir hjá Eygló. Jökulsárlónið og að finna nýjan stað fyrir sjósundið.

  Ég er til í bæði (ég er líka til í að borga 4000 kr út mai, finnst það alveg sanngjarnt, en skil rök ykkar gegn því mjög vel en myndi þó sakna góðrar þjónsutu starfsfólksins í Nauthólsvíkinni).

 17. Petur on Wed, 8th Feb 2012 23:52
 18. Það er ekkert að þessu að mínu mati þó svo maður hafi lengi vel notið góðs af því að hafa fengið að stundað sjósundið frítt í allan þennan tíma. Það er kærkomið að fá föstudagana aftur inn og ég vona að það verði þó hægt að nýta eitthvað af því sem kemur inn í að bæta aðstöðuna.

 19. oli on Thu, 9th Feb 2012 00:01
 20. Hefði mátt fara einhverja millileið, 200-300 hefði verið sangjarnt. Ég hef grunn um að það fækki mikið fólki úr hópnum, sem væri mikill eftirsjá af.

 21. oli on Thu, 9th Feb 2012 00:28
 22. Endilega styðjið þetta hjá betri borg, í vonum að þetta verðið tekið til endurskoðunar að einhverju leyti.

  http://betrireykjavik.is/points/2093

  Fyrst fjórtán gátu fengið gjaldtöku gegn föstudagsopnum þá hljótum við að geta haft áhrif til betra gjalds ef við sameinumst. Sjá tengill að neðan

  http://betrireykjavik.is/points/897

 23. bennih on Thu, 9th Feb 2012 10:44
 24. ´Gott að fá sem flest sjónarmið um öll málefni sjósunds. Þannig verðum við sterkari heild.

 25. Guðrún H. on Thu, 9th Feb 2012 18:32
 26. Ég er alveg sátt við að borga aðgangseyri – en að hann sé jafnhár og í fullbúna sundlaug finnst mér út í hött. Það væri allavega lágmark að geta þá notað þau afsláttarkort sem gilda almennt í sundlaugar ÍTR. 200-300 krónur fyrir stakt gjald eins og einhver nefndi væri alveg ásættanlegt, eða til þrautavara að fá að nýta afsláttarkortin ;-)

 27. steina on Fri, 10th Feb 2012 11:51
 28. Ekki ósátt við að borga fyrir þetta en þá myndi ég vilja hafa fleirri opnunardaga
  (ekki bara í hádeginu).

 29. Sigrún. on Fri, 10th Feb 2012 11:59
 30. Ég er ekkert voða kát yfir þessum aðgangseyri… Finnst þetta frekar dýrt miða við aðstöðuna :-/

 31. Birna Hrönn on Fri, 10th Feb 2012 12:47
 32. Já ég er sammála því að 200 kr væri allt annað, ég velti því líka fyrir mér hversvega það þarf ekki að borga á sumrin, þarf ekki að reka aðstöuna þá líka.

  Ég vil sérstaklega taka það fram að ég er gríðalega ánægð með alla sem starfa í Nautólsvíkinni, því þau eru frábær og gera staðinn heimilislegan og skemmtilegan.

  Eins velti ég því fyrir mér hvort ekki þurfi að mæla pottinn af heilsufarsástæðum þar sem ekki er klór í honum og talað er um að um of hátt magn af kólígerlum sé í honum ?

  kv Birna

 33. Eygló on Fri, 10th Feb 2012 13:58
 34. Ókeypis á sumrin, en 500 kall á veturna. Finnst engum nema mér eins og markmiðið sé að losna við vetraropnun…….eða verðleggja sig útaf markaði eins og markaðsfræðingarnir myndu kalla það!

 35. Þröstur on Fri, 10th Feb 2012 23:56
 36. Maður fær allavegana þá tilfinningu að borginni sé slétt sama hvort við hættum að mæta þarna eða ekki ef þeir vilja ekki verðlauna Sjósundsfólk fyrir að halda staðnum gangandi með betra verði.

  Ágætt að benda líka á þá augljósu staðreynd sundlaugar eru opnar frá morgni til kvölds. Nauthólsvík hinsvegar örfáa tíma á viku með mun minni aðstöðu. Klár mismunun. Er nokkuð að því að skella þessu máli í fjölmiðla ? Mér dettur í hug nokkrar fyrirsagnir :)

 37. Birna Hrönn on Sun, 12th Feb 2012 19:59
 38. Nákvæmlega…. það er opið 8 klst á viku.

  Ég er líka alveg sammála því að þetta sé rætt á öðrum vettvangi heldur en hér, því þegar þetta gjald er komið á þá verður það ekki tekið af aftur.

 39. Vælubíllinn on Tue, 14th Feb 2012 20:23
 40. Voðalegt andskotans væl er þetta í fólki hérna. Fyrir það fyrsta þá kostar hellings pening að halda úti 3 starfsmönnum, heillri aðstöðu og heitum potti og sturtu til 7 á kvöldin. Það er ljóst að það gengur ekki að halda þessu úti frítt þannig að peningarnir verða að koma einhversstaðar frá.

  Það er enginn sem er að neyða fólk til að nota aðstöðuna, fólk HEFUR VAL.
  Það kostar að lifa í þjóðfélaginu. Líka þetta. Þannig að hvernig væri nú að hætta þessu helvítis væli og borga 4000 kall og búið mál!

  Svo má alltaf fara eftir lokun og þá er maður ekki að nota aðstöðuna.

 41. Sigrún. on Wed, 15th Feb 2012 09:41
 42. Anda inn, anda út, anda inn inn út…

 43. Gunnar on Wed, 15th Feb 2012 23:24
 44. Vælubíllinn með mesta vælucomment sem ég hef nokkurntíman séð á málefnalegri síðu. Steindrap umræðuna.

  Til hamyngju með það.

 45. Birna Hrönn on Fri, 17th Feb 2012 15:20
 46. hehe góður Gunnar…
  þetta snýst ekki endilega um það að vilja ekki borga og allt í kringum það en hinsvegar finnst mér afar skrítið að það kosti ekki á sumrin, bara á veturna.
  Ef það á að kosta 500 kr þá þarf að bæta aðstöðuna til muna, það eru til að mynda bara 6 sturtur í hvorum klefa og potturinn er á vafasömum mörkum um hreinlæti, ég gæti talið fleira hér upp en nenni þvi bara ekki..

  og það er ekki þar með sagt að fólk sé að væla þó svo það tjái sig um málefnið.
  kv Birna Hrönn

 47. Vælubíllinn on Mon, 27th Feb 2012 15:48
 48. Fyrst fólk hefur svona rosalega mikla þörf fyrir að sprikla hálfnakið þá má borga sig inní sundlaugar með mun betri þjónustu nú eða synda í nauthólsvíkinni fyrir utan opnunartíma.

  Annars er bara að borga þennan 4000 kall, brosa, halda kjafti og hætta þessu helvítis væli.

  Það er enginn að neyða fólk til að nýta sér aðstöðuna, fólk hefur val.

 49. Birgir on Tue, 28th Feb 2012 00:42
 50. Vælubíll, ef þú getur ekki allavega reynt málefnanleg rök þá loka ég fyrir þetta bull í þér, en ef þú hinsvegar getur ekki annað vegna andlegra annmarka þá er spurning um að finna sér aðra síðu til að koma þessum frösum á framfæri. Bendi þér á spjallborðið á dv.is eða eitthvað álíka.

  Eftir þessar breytingar hef ég ekki farið í sjóinn i Nauthólsvík, kem á svæðið til að hitta fólkið o.fl. en þetta eru mín “þöglu mótmæli” Ég fór á fund með stjórn SJÓR til þeirra sem eru yfir þessu núna og þau hlustuðu EKKERT á okkur og hreinlega alveg sama um okkar álit. Mitt persónulega álit er að verið sé að reyna að hætta með vetraropnunina, þegar nægilega fáir verða eftir þá loka þeir alveg. Þeim er nákvæmlega sama um alla þá góðu umfjöllun sem SJÓR hefur komið með á svæðið í formi atburða sem fara alltaf í fréttirnar og kemur sér afar vel fyrir þá.
  Við sýndum þeim útreikninga sem sýndu svart á hvítu að opnunargjöldin eru 10x meiri í Nauthólsvík en í laugunum m.v. opnunartíma yfir vikuna og þá er aðstöðumunurinn ekki tekin inn í, en þau koma bara með gömlu góðu rökin um að aðstaðan kosti X mikið. Og vilja ekkert vita um að aðstaðan kostar jafn mikið hvort sem er lokað eða ekki, því að viðhald verður ekki minna við að láta þetta hús standa autt yfir veturinn.
  Það sem mér finnst hinsvegar leiðinlegast er að öll sú góða vinna sem SJÓR og aðrir eru búnir að vinna þarna fyrir utan ótrúlega gott starfsfólk er að fara að þurkast út. Því þegar vetraropnunin fer þá fara líka hópsundin og allt annað sem SJÓR stendur fyrir.

  Og nú má vælubíllinn koma með sín góðu vælubíla komment, og kannski er hann búinn að læra fleiri orð til að setja inn í setningarnar.

 51. Vælubíllinn on Tue, 28th Feb 2012 19:59
 52. Ert þú Birgir semsagt að segja að ég kunni ekki góða íslensku? Læra fleiri orð til að setja inní setningarnar? Hvað meinaru? Þú hótar að loka á mig þannig að ég geti ekki skrifað athugasemdir. Mega semsagt bara þeir sem eru á móti gjaldtöku í Nauthólsvíkinni tjá sig hérna inni en hinir mega éta það sem úti frýs?

  Ég hef lokið máli mínu þannig að ég ætla ekki að tjá mig meira.

  Bendi þér svo á að 4000 krónur fyrir 3 mánuði er ekki mikið eða hátt gjald. 4000 / 3 1.300 kall á mánuð. 1300 / 12 skipti í mánuði c.a 100 kall á heimsókn.

  Sjósund er jú áhugamál. Mér þykir þetta ekki hár prís miðað við mörg önnur áhugamál.

  En eins og ég sagði ég hef lokið máli mínu og mun framvegis halda mínum fallega kjafti saman (og líma helst með bótóxi líka :-) )

 53. birgir on Sun, 4th Mar 2012 22:14
 54. Þetta er síða þar sem fólk skrifar undir með nafni og og má hafa ALLAR skoðanir, að segja fólki að halda kjafti og borga og fleira í þeim dúr getur ekki flokkast undir gáfulega umræðu. Vonandi kemur vælubíllinn undir réttu nafni í framtíðinni.

  Tek fram að það sem ég skrifa hér eru mínar persónulegu skoðanir og endurspegla enganvegin skoðanir SJÓR í heild sinni né stjórnar SJÓR.

 55. Geiri on Tue, 6th Mar 2012 22:02
 56. Ég er búinn að borga ÍTR en samhliða á ég líka kort í ÍTR sundlaugarnar. Mér þætti gaman að sjá félagið koma með mótspil og kann grundvöll fyrir eiginn aðstöðu.

  Blábandið kostar 4000 og dugar frá febrúar fram í maí skilst mér.

  Meigum við þá búast við annari 4000kr greiðslu frá október til febrúar?

  Þá væri ég frekar til í að greiða félaginu 10.000 ársgjald í nokkur ár meðan aðstaðan er sett upp.

  Kveðja
  Ásgeir Sæmundsson

 57. Eygló on Thu, 8th Mar 2012 11:44
 58. Langar að vekja athygli á að um daginn voru svf. á höfuðborgarsvæðinu, þ.á m. RVK borg að opna skíðasvæðið í Skálafelli, þannig að skíðafólk á þessu svæði hefur nú 2 valkosti og getur notað sama skíðakort á báðum stöðum, sem er frábært.
  Við sem stundum sjósund allt árið eigum hins vegar að borga 500 kall f. aðstöðuna á veturna, meðan þeir sem nota aðstöðna á sumrin borga 0 kr.
  Er “sjórinn” að niðurgreiða “snjóinn”?

 59. Birna Hrönn on Sat, 10th Mar 2012 20:34
 60. mig langaði bara að skirfa nokkrar línur í framhaldi af umræðunni.

  ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að mæta í sjósund, þar sem það kostar orðið 500 kr inn og ITR kortin gilda ekki, og sakna ég þess mikið þar sem þetta var orðin fastur lðiur í mínu lífi.. því við erum eins og ein stór fjölskylda.

  það er ekki það að ég tími ekki að borga…
  heldur finnst mér það sé verið að fara illa með okkur..
  eins er það eitt sem er áhugavert að skoða.. það er ekki hægt að fá kvittun fyrir greiðslunni( hér er ég ekki á nokkurn hátt að gagnrýna starfsmennina, því þau eru öll alveg yndisleg) … er það ekki ólöglegt ?

  saknaðar kveðja Birna Hrönn

 61. Tryggvi Rafn Tómasson on Mon, 9th Apr 2012 19:53
 62. Þessi gjaldtaka er til algjörrar skammar. Ég vissi af þessu fyrst um áramótin 2010/11 að það stæði til að fara að rukka inná svæðið. Ég er ekki sammála þessari ákvörðun og í mótmælaskyni tók ég þá ákvörðun að láta af störfum.

  Ég er sammála Birnu Hrönn, við erum öll sem ein heild. Ég sakna þess mikið að kíkja niður í Vík að hlusta á svarta húmorinn hans Bigga, heilsa uppá Benna, kasta kveðju á liðið. En svona er þetta bara og það er sorglegt að þurfa að grípa til svona aðgerða til að mótmæla.

  Menn mega samt sem áður ekki gleyma því að í umræðu sem þessari þurfa bæði að koma með og á móti rök gjaldtöku.

  Það kostar að halda út svona stað. Það þarf að borga fólki laun, það þarf að borga hitun í pottinn og í sturturnar. 500 króna stakt gjald er allt allt allt of mikið af mínu mati og gjörsamlega vanhugsuð aðgerð. Frekar gert til að drepa niður það góða starf sem hefur verið unnið af félögum SJÓR.

  100-200 króna gjald væri algjört hámark og þá eins og fólk hefur verið að benda hér á að láta ÍTR kortin gilda ef fólk á þau til. Jafnframt á að gefa kvittun.

  En svona er lífið, það eru ekki alltaf jólin.
  Ég ætla að fylgja Birnu og mæta ekkert fyrr en gjaldtakan hefur verið lækkuð eða felld úr gildi.
  Over and out!

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!