Yfirheyrslan: Gunnlaugur Egilsson

March 27, 2012 by
Filed under: Fréttir 

 

 

 

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?

Svar: Það er kona sem ég þekki sem plataði mig til að prufa sjósund og síðan hef ég ekki getað hætt

Í hvernig sundhettu langar þig mest ?

Svar: Svarta sundhettu sem nær niður á háls

Hvar er draumurinn að synda?

Svar: Þar sem maður getur synt í góðum félagsskap

Eftirminnilegasti sundstaðurinn

Svar: Nauthólsvík

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?

Svar: Það gefur manni óttrúlega góða orku

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?

Svar: Synda mér til ánægju og í góðum félagsskap

Ætlar þú á árshátíð SJÓR?

Svar: Ég býðst við að ég mæti á næstu árshátíð ef hún er ekki haldin í September

 Syndari eða syndgari?

Svar: Bæði

Hvað ertu að gera þessa dagana?

Svar: Þegar ég er ekki að reyna að selja bændum, þá er ég að rölta örlítð um landið okkar og fjöllin. Svo er ég að dansa og synda í sjónum ofl

 Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?

Svar: Þegar ég er úti í náttúrunni

Share

Comments

2 Comments on Yfirheyrslan: Gunnlaugur Egilsson

  1. Geiri on Sun, 1st Apr 2012 15:42
  2. Flottur Gulli :)

  3. Eiríkur on Sun, 13th May 2012 23:19
  4. Fín yfirheyrsla!
    En, er svört sundhetta kannski það sem við sjósundsfólk ættum að forðast mest af öllu. Það þarf að koma þeirri umræðu rækilega af stað í okkar hópi að ALLIR ættu að nota neonlitaðar áberandi sundhettur, öryggis okkar vegna. Kannski er ráðið að vera með neonlitaða hettu yfir þeirri svörtu!

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!