Synt á nýjum stað

March 31, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Föstudaginn 13. apríl ætlum við að storka örlögunum og taka smá sundsprett á nýjum stað. Að þessu sinni er ætlunin að synda við Brúsastaði í Hafnafirði . Sundstaðurinn er í úfnu Hafnafjarðarhrauninu og er ströndin umvafin klettum og hólum með djúpum gjótum á milli. Lindarvatn rennur út í sjó þarna undan hrauninu og því er sjórinn mjög tær og neðansjávarskyggni gott. Eftir sjósundið verður haldið í Sundhöll Hafnafjarðar við sömu götu. Sundhöllin, sem byggð var árið 1943, státar af innilaug með stökkpalli og tveimur rúmgóðum og vel heitum útipottum í sérlega skjólgóðu umhverfi. Mæting við bílaplanið í enda Herjólfsgötu kl 17:00.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!