Brúsastaðir í Hafnafirði

April 16, 2012 by
Filed under: Fréttir 


Síðastliðinn föstudag 13. apríl syntu um 25 manns við Brúsastaði í Hafnafirði. Veðrið var aldeilis frábært, blankalogn, spegilsléttur sjór og falleg birta. Sjórinn var um 5.6 gráður. Ströndin þarna er umvafinn klettum og hólum og naut fólk þess að synda um í tærum sjónum. Ströndin þarna er grýtt og í fjöru, eins og þegar við syntum, þarf að gæta aðeins að sér þegar farið er út í því að steinarnir geta verið hálir. Annars er aðgengi til sjósunds mjög gott þarna og ströndin út með Álftanesinu einstaklega fögur. Eftir sjóinn var farið í Sundhöll Hafnafjarðar og eftir að menn voru búnir að ylja sér í pottinum var stökkpallurinn prófaður og farnar allaveganna dýfur aftur á bak og áfram. Skemmtinefndin þakkar þeim sem komu. Næsta sund á nýjum stað verður síðan um miðjan maí.

Share

Comments

2 Comments on Brúsastaðir í Hafnafirði

  1. Eygló on Tue, 17th Apr 2012 17:59
  2. Dásamlegt! Nema ég kom aðeins of seint og missti af öllu skemmtilega fólkinu, synti samt og einhverra hluta vegna var þetta kaldasta upplifun mín á ferlinum og hef ég þó marga fjöruna sopið, en staðurinn er æðislegur, þar er engu logið. Húrra fyrir Hafnarfirði – þetta er klárlega “Nauthólsvíkin þeirra”

  3. Rens on Sun, 6th May 2012 15:04
  4. Hello,

    When are the sjosund swimmings in and about Reykjavik in summer 2012 ?

    Greetings,
    Rens.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!