Hamingjusamur sjósundsfélagi

February 9, 2010 by
Filed under: Fréttir 

Ástæða þessa bréfs er að ég vil lýsa yfir ánægju minni yfir því að vera orðinn „sjósundsfíkill“. Svo er að þakka sundfélaga mínum og sambýling með skrifstofuaðstöðu, Jóni Sigurðarsyni, en hann skoraði á mig að mæta með sér í Nauthólsvíkina. Það runnu á mig tvær grímur, hafði ætíð stimplað þetta vetrarsjósundslið „kolklikkað“, eða samansafn af brjálæðingum. En ég lét sem betur fer tilleiðast. Og þvílík hamingja, mætandi í sjóinn frá því í nóvember, hitastig sjávar frá -1,7 og hefur farið upp í +3,2. En hver er hamingjan? Endurnæring á sál og líkama, hvorki fengið kvef né flensur og ekki síst ánægjan með að hitta þetta frábæra fólk sem mætir í Nauthólsvíkina. Veit ekkert hvaðan það kemur eða hvert það er, en það tekur manni fagnandi og maður er strax orðinn einn úr „fjölskyldunni“. Eina bannorðið er „Icesave“, látum þingmennina um þann sandkassaleik sem fer fram á alþingi. Tala nú ekki um starfsmennina, þeir eru frábærir og eiga stóran þátt í því hversu gott er þangað að koma.

Ungur nemur gamall temur.  Kolbeinn afi og Daníel Snær í sjónum í desember Sem einn af stofnendum Sjósunds – og sjóbaðsfélags Reykjavíkur vil ég þakka það öfluga starf sem nú er komið af stað, undir stjórn kröftugrar stjórnar. Megi gæfa og dugnaður fylgja félaginu um ókomna framtíð og hlakka til þess að fá að vera einn af ykkur.

Kolbeinn Pálsson

Á mynd: Ungur nemur gamall temur.  Kolbeinn afi og Daníel Snær í sjónum í desember

Share

Comments

2 Comments on Hamingjusamur sjósundsfélagi

  1. benni on Tue, 9th Feb 2010 18:14
  2. Skemmtileg saga um upphaf sjósundferða þinna. En það gerir þetta enginn nema vera „kolklikkað“ Eða hvað?

  3. Ragnar Torfi Geirsson on Wed, 10th Feb 2010 11:22
  4. Tek undir þetta Kolbeinn frændi.
    Búið að vera gaman að þróa með sér þennan ávana.
    Sérstaklega skemmtilegt að hitta skemmtilega fólkið í pottinum á eftir.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!