Synt á nýjum stað – Sjáland

May 8, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Laugardaginn 12. maí ætlum við að synda á nýjum stað og núna er komið að Sjálandinu við Arnarnesvog. Hittumst við íþróttahús Sjálandsskóla við Löngulínu kl 10(sjá kort). Í Sjálandsskóla er lítil sundlaug og pottur sem við höfum fengið aðgang að en skólinn er staðsettur alveg við sjávarmálið. Hægt er að nota búningsaðstöðuna áður en við förum út í. Eftir sjósund um Arnarnesvoginn ætlum við að fara í sundlaug skólans. Þetta er lítil skólalaug en glæný og með glæsilegu útsýni út á sjóinn. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Skemmtilega nefndin

Share

Comments

3 Comments on Synt á nýjum stað – Sjáland

  1. Ósk on Fri, 11th May 2012 09:18
  2. og hvenær á svo að mæta?

  3. Ósk on Fri, 11th May 2012 09:19
  4. þ.e. kl. hvað?? *-*

  5. Raggý on Fri, 11th May 2012 09:20
  6. kl 10 að morgni við íþróttahús Sjálandsskóla.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!