Fríður hópur synti í Arnarnesvoginum

May 13, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Hópur sjósyndara synti á nýjum stað í Arnarnesvoginum við Sjálandsskóla laugardaginn 12.maí. Hópurinn mætti við skólann en í honum er bæði sundlaug og heitur pottur sem við vorum búin að fá aðgang að. Sundlauginn er mjög vel staðsett og eftir fataskipti var hægt að ganga tröppur alveg niður í fjöru. Sundið meðfram blokkunum og út á Arnarnesvoginn var frábært. Okkur tókst að hræða hóp anda á brott en aftur á móti náðum við að fá íbúa blokkanna næst sjónum til að sækja sjónaukana sína og myndavélar og vöktum athygli þeirra með söng og ópum ónefndra sjósyndara. Sjórinn þarna er góður til sjósunds, botnin er þakinn smásteinum og auðvelt að komast út í. Við Sjálandsskóla rennur lítill lækur, Hraunkotslækur, út í sjó sem gerir það að verkum að minna salt er í sjónum þarna svona til að byrja með. Eftir dágott sjósund var haldið í pottinn og sundlaugina í Sjálandsskóla en frábært útsýni er frá lauginni og út á voginn. Heppnin var með okkur í þessari ferð eins og svo oft áður því Alþjóðaskólinn á Íslandi var með basar í skólanum á sama tíma og endaði því þessi yndislega sjósundsferð á kaffi og kökum auk þess sem sumir gerðu reifara kaup á skóm og mussum á basarnum. Þökkum skemmtilega ferð og sjáumst í næstu ferð á synt á nýjum stað.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!