Synt á nýjum stað – Kópavogur

May 29, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Mánudaginn 4.júní ætlum við að synda á nýjum stað og núna er komið að Kópavogi. Hittumst í fjörunni fyrir neðan Kópavogsbakka kl 19 ( sjá mynd). Kópavogurinn er tæpir 400 metrar á breidd og frekar grunnur. Á fjöru má sjá leirurnar standa upp úr en við ætlum að synda þarna á flóði ;-) . Eftir sjósundið verður farið í sundlaug Kópavogs sem er þarna rétt hjá. Sundlauginn skartar þremur rennibrautum, fullt af pottum, eimbaði, útilaug og innilaugum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Skemmtilega nefndin

Share

Comments

2 Comments on Synt á nýjum stað – Kópavogur

  1. Eygló on Wed, 30th May 2012 11:59
  2. Ætlum við að synda eftir þessum stóra “rauða bolta” sem sést þarna í flæðarmálinu? Ég kem með! Hlakka til að hitta ykkur kalda fólkið;-)

  3. Raggý on Wed, 30th May 2012 12:44
  4. Lofa ekki stóra boltanum en ætlum að hittast þar í fjörunni. Já það verður gaman að synda þarna. Sjáumst

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!