Sjósundsútilegan 2012 – Stykkishólmur

June 25, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Hin árlega sjósundsútilega SJÓR verður í Stykkishólmi helgina 29.júní til 1.júlí og er með svipuðu sniði og síðustu ár. Við hittumst á tjaldstæðinu seinnipartinn á föstudeginum en þar verður búið að taka frá svæði fyrir okkur. Við stefnum á að synda frá Búðanesi út í Bænhúshólma kl 19 á föstudagskvöldinu og eftir sundið verður farið í pottanna í sundlauginni. Á laugardeginum er háflóð kl 15 og þá ætlum við að synda saman á spennandi stað og skella okkur í pott á eftir. Um kvöldið grillum við saman í trjáræktinni rétt fyrir utan Stykkishólm, syngjum og höfum gaman saman eins og okkur einum er lagið. Á sunnudeginum ætlum við að heimsækja Hildibrand og hákarlasafnið í Bjarnarhöfn. Ef veður leyfir verður síðan keyrt fyrir nesið með ísstoppi í Ólafsvík og endað á Hellnum þar sem við freistum þess að endurtaka magnað sjósund gegnum hellinn Baðstofuna. Ef ykkur vantar meiri upplýsingar um útileguna skuluð þið ekki hika við að pikka í Helenu Bærings í pottinum eða bara einhvern annan.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Share

Comments

2 Comments on Sjósundsútilegan 2012 – Stykkishólmur

  1. Biggi bestaskinn on Sat, 2nd Jun 2012 01:02
  2. Tær snilld. Þessar ferðir hafa verið frábærar hingað til í góðum félagsskap. Við hjónin látum okkur ekki vanta.
    Þetta er líka frábær ferð fyrir nýlega sjó iðkendur til að kynnast hópnum sem hefur verið að syndga lengi í sjónum.

  3. Sigrún on Tue, 5th Jun 2012 22:35
  4. Vá hvað ég var glöð þegar ég vissi að ég kæmist, hlakka til :-)

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!