Freedive Iceland

June 4, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Nú er sumarið komið og sjórinn að hitna svo um munar.  Freedive Iceland hefur ákveðið að bjóða félögum SJÓR MEGA afslátt af AIDA 1* fríköfunarnámskeiði, sem er köfun án kúta.  Námskeiðið á að kosta 20.000 en félagar í SJÓR borga einungis 5.000 kr + borga sig inn í sundlaug.

Til að geta nýtt sér þetta þarf að: a) að vera félagi í SJÓR, b) Vera búinn að borga árgjaldið fyrir 2012.

Sjósundsfólk mun ferðast um landið í sumar og synda í öllum þeim fallegu víkum og fjörðum sem okkur dettur í hug.  Eftir að hafa lært grunn í fríköfun eigið þið auðveldara með að kafa niður og ná í það sem þið sjáið á botninum, skoða betur staði sem þið sjáið á sundi hvort sem það er á 1 eða 10 metrum.

Námskeiðið er tvö kvöld frá ca. 19 til 22 og fer kennslan fram á sunnudags og mánudagskvöldum.  Fyrra kvöldið er bókleg kennsla auk þurr-æfinga en seinna kvöldið er í Sundhöll Reykjavíkur.

Það sem farið er yfir á námskeiðinu er: Fríköfun, öryggi, búnaður, þrýstijöfnun, straumar og fl.

Allar græjur eru innifaldar.  Fit, snorkur, gleraugu, blý, og það sem þarf.

SJÓR félagar munu einungis læra með öðrum SJÓR félögum þar sem þetta verða lokuð námskeið og allir sem klára útskrifast með alþjóðleg AIDA 1* réttindi.

Til að fræðast um fríköfun er gott að fara inn á www.freedive.is

Til að skrá sig eða fá meiri upplýsingar er hægt að senda póst á birgirskula@gmail.com eða hringja í 859-7220 til að fá meiri upplýsingar.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!