Bessastaðasundi lokið

July 21, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Hinu árlega Bessastaðasundi er lokið og kláruðu flestir sem það hófu. Óvæntir hlutir gerðust í þessu sundi. Fyrst biluðu bátar og voru því færri bátar til fylgdar en ráð var fyrir gert. Ein stúlka slæddist með í ferðina fyrir röð af tilviljunum. Sú hafði aldrei áður farið í sjóinn en kláraði sundið með glæsibrag. Er það von mín að hún segi okkur sögu sína hér því hún er skemmtileg.
Takk fyrir samfylgdina.
Stjórn SJÓR vill þakka þeim sem gerðu þessa ferð mögulega. Óttari frá Siglunesi og hans fólki, Benna kafara, Vífilfelli fyrir drykkinn og síðast en ekki síst þeim fjórum ræðurum sem fylgdu. Án ræðarana hefði sundið verið ógjörningur.

Share

Comments

2 Comments on Bessastaðasundi lokið

  1. Katrin Olafardottir on Mon, 23rd Jul 2012 21:09
  2. Sæll Benni, já þetta var svo sannarlega fyrir röð tilviljana að ég synti með ykkur i Bessastaðasundinu. Það var þannig að ég var á leið að hitta góðvinkonu mína Rögnu Ragnarsdóttir sem stundar sjósund. Við mæltum okkur mót í Nauthólsvík klukkan 17. Þegar ég mætti var þar hópur fólks og lítil stelpa sem sagði mér að ég þyrfti að skrifa undir ef ég vildi koma með í sjóinn. Ég hélt að þetta væri einfaldlega af örryggisástæðum, semsagt að allir sem færu í sjóinn að synda þyrftu að skrá upplýsingar um sig niður á blað í Nauthólsvík. Þetta gerðist allt í miklum flýti og góður vinur minn var þarna einnig óvænt sem er mikill sjósundsmaður. Hann sagði mér að koma bara með og prófa. Það sem ég áttaði mig aldrei á fyrr en báturinn var lagður af stað að þetta væri eitthvað sérstakt sund. Loks þegar ég uppgvötaði það var báturinn lagður af stað. Þáttakendur byrjuðu að segja mér nánar frá þessu að þetta væri tveir og hálfur kílómeter og ég sem er mikið fyrir að hlaupa og hljóp hálft maraþon í fyrra fannst 2,5 km ekkert vera mikið. Hugsaði bara með mér þetta hlýtur að vera rétt yfir víkina en svo þegar báturinn hélt bara áfram og áfram áttaði ég mig nú á að þetta væri nú ansi langt. Það voru fleiri þarna sem voru ekki vanir og voru að prófa þannig að ég ákvað bara að prófa líka að. Fékk líka þær upplýsingar frá ykkur á bátnum að ef mér finndist þetta erfitt gæti ég hóað í ykkur og þið mynduð taka mig uppí. En þegar þetta var byrjað þá var þetta nú bara ansi skemmtilegt og Ragnar Bjarnason vinur minn synti með mér alla leið sem hjálpaði mér mjög mikið. Svo er ég nú aðeins þekkt fyrir að vera pínu þrjósk þannig að þegar ég byrja á einhverju þarf mikið til að ég hætti á miðri leið :) Vil bara þakka innilega fyrir skemmtilega upplifun og vonandi get ég tekið þátt aftur aðeins betur undirbúin. Kannski með sundhettu og sundgleraugu. Bið að heilsa og óska öllum til hamingju með flott sjósund. Kv Katrín

  3. Biggi bestaskinn on Mon, 23rd Jul 2012 23:08
  4. Já, þetta var alger snilld og auðheyranlega nagli þarna á ferð. Litla stelpan sem ýtti henni út í þessa sjóferð heitir Tindra Gná og er tíu ára. Þegar ég sagði henni frá þessu hló hún mikið, þar sem hún vissi að Katrín hafði klárað sundið góða var þetta strax orðin mjög skemmtileg minning fyrir alla og vonandi Katrínu líka.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!