Benedikt S. Lafleur syndir Hegranessundið.

July 23, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Benedikt S. Lafleur vígði nýja sjósundsleið í Skagafirði sem hann nefnir Hegranessund. Sundið nefnir hann eftir Hegranesvitanum, en þaðan synti hann í dag fyrstur manna alla leið inn í Sauðárkrókshòfn. Vegalengdin er ca 5,2-5,5 km. Ferðin tók Benedikt lengri tíma en áætlað var eða tæpa 3 tíma í stað 2-2,5 klst. Fyrri helmingurinn skotgekk og Benedikt þaut áfram og synti hann á 1 klst en átt í basli með þann seinni vegna hafgolu sem óx úr algöru logni og vann þvert gegn sundleið Benedikts. “Êg þurfti stundum að synda 6-8 sundtök af krafti án þess að anda. Og þegar ég var orðinn verulega pirraður á því að komast vart áfram brá ég á gamla trixið mitt að synda kröftugt kafsund, það klikkar aldrei við svona aðstæður. Var mest hissa á því að ég skyldi ekki vitund finna fyrir kalda álnum úr ósi Héraðsvatnanna, en honum fylgir gjarna mikill straumur. Ég hafði hins þann varann á að fara á háflóði til að vega á móti útstreymi álsins. Hins vegar sé ég að ég hefði mátt halda fyrr af stað til að sleppa við hina erfiðu hafgolu… Sem sagt reynslunni ríkari..”

 

Björgunarsveit Skagfirðinga fylgdi Benedikt allt sundið og stóð sveitin sig mjög vel, ekki síst síðasta spölin, þar sem hún beitti gömlu bragði til að hvetja Benedikt áfram…

 

“Sjálfum fannst mêr sundið ekki síður erfitt eða erfiðara en Grettissundið sem êg synti 2009, vegna hafgolunnar. Ef mêr hefði tekist að sleppa við hana hefði þetta verið mjög fínt æfingasund fyrir Drangeyar – eða Grettissund.”

 

Hegranessundið er æfingasund Benedikts nr 2 fyrir meiriháttar afrekssund. Næsta  æfingasund er Grettis- eða Drangeyjarsund. Eftir það meiriháttar afrekssund!

Óskum við Benedikt til lukku með þetta sund og bíðum auðvitað eftir næsta afreki hjá honum.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!