Birna og Sigrún synda Grímseyjarsundið.

July 23, 2012 by
Filed under: Fréttir 

240Þær sundsystur, Birna og Sigrún, syntu frá Grímsey í Drangsnes í gær (22. júlí).

Sjávarhiti var 10 °C  Aðstæður voru nokkuð erfiðar þar sem það var töluverður straumur.

Tveir bátar fylgdu þeim eftir, í öðrum voru skipstjóri, háseti og læknir um borð en hreppstjórinn tók ekki annað í mál.  Í hinum þrír þrautþjálfaðir björgunarsveitarmenn.

Birna synti þetta á tímanum 28:14 og Sigrún á 41:20

Birna var sú þriðja til að synda þetta sund og Sigrún sú fjórða.  Þess má geta að af þeim fjórum sem hafa synt þetta sund eru þrjár konur.

Óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með þetta afrek.  Og auðvitað eru nokkrar myndir í myndaalbúminu góða

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!