July 30, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Írena Líf Jónsdóttir, 17 ára stúlka úr Reykjanesbæ, synti tvöfalt Viðeyjarsund í gærkvöldi.
Fyrst synti hún út í eyjuna þar sem hún fékk sér hressingu, án þess að stíga á land, og síðan aftur til lands. Hún kom að landi laust fyrir miðnætti, og hafði þá verið í þrjár klukkustundir á sundi.

Írena synti Viðeyjarsundið á síðasta ári og var þá yngsta sundkona til að synda það sund.  Þessi stelpa er MASSA góð í sjósundi og eigum við eftir að sjá mikið af góðum sundum frá henni og ekki skemmir að hún hefur æft sund frá blautu barnsbeini og yfirferðin á henni í sjónum er mikill.

Óskum við henni til hamingju með þetta frábæra afrek.

Share

Comments

One Comment on

  1. Eygló on Mon, 30th Jul 2012 13:57
  2. Innilega til hamingju Írena Líf. Þú ert sómi íslenskra “hafmeyja”!

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!