Upplýsingar vegna Ægisíðusunds

August 7, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Nú styttist í Ægisíðusundið og mikið af fólki búið að skrá sig, Það verður mikil hjálp í því að einhverjir af þeim sem fara lengri vegalengdirnar (3,0 og 3,8 km) séu á bílum og geti ferjað sundfólk á byrjunarstað.

 

Þeir sem synda 3,8 og 3.0 km sund fara sambíla frá Nauthólsvík kl. 16:15 að byrjunarstað sunds og svo verða bílarnir skildir eftir þar. Bílstjórum verður skutlað til að ná í bílana sína eftir sund. Þeir sem fara 2 km og 1,5 km sund ganga saman frá Nauthólsvíkinni út eftir ströndinni og mun SJÓR svo taka við fötum og flytja í víkina góðu frá öllum vegalengdum.

Það verður fjara á meðan sundið er sem þýðir að fólk þarf að synda aðeins utar en vanalega, en muna bara að alltaf synda MEÐ landi, ekki stytta sér leið yfir víkur og voga.  Það verður fylgt hópnum eftir alla leið og fólk í landi til að aðstoða og koma ykkur í pottinn ef þess þarf.

Ef einhverjir sjá sér fært um að aðstoða okkur við framkvæmdina endilega senda póst á birgirskula@gmail.com.

Því fleiri sem aðstoða því skemmtilegra er þetta fyrir sundfólkið.

kv Stjórnin

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!