Ægisíðusundið yfirstaðið

August 10, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Ægisíðusund fór fram í vindasömum aðstæðum í gær.  35 manns tóku þátt að þessu sinni sem er meira en á síðasta ári.  18 manns syntu 3,8 og 3,0 km. og 17 manns syntu 2,0 og 1,5 km.  Háfjara var svo að ekki þurftu sundmenn að synda gegn straumi.  Mótvindur var á þeim sem syntu lengri vegalengdirnar fyrri part leiðar og lagaðist svo seinni partinn.  Tailenska leiguhjólið þurfti að koma tveim í pottinn sem er það sama og í fyrra við mikla kátínu þeirra sem skokkuðu hjá.  Miklir sigrar hjá mörgum og t.d. var Eygló okkar 3:05  í sjónum, og ekki sást á henni þegar hún kom í höfn að henni væri kalt “Ég er eiginlega bara aðeins þreitt” heyrðist í henni.  Snillingur þar á ferð.

Við viljum þakka þeim sem aðstoðuðu okkur við framkvæmdina,  Haukur fylgdi sundfólkinu í styttri vegalengdunum, Guðrún hjólaði út um allt að fylgjast með, Sæþór og Benni fylgdu þeim sem syntu lengri vegalengdina, Anna Guðrún tók á móti sundfólkinu í fjörunni og Tindra lét alla fá Powerade.    Starfsfólk Nauthólsvíkur hjálpaði okkur mikið og fleiri og fleiri.

Nú eru tvö hópsund eftir: Fossvogssund 15. ágúst og Sund út í Viðey 17. ágúst og vonandi mæta sem flestir í þau sund.

 

Share

Comments

5 Comments on Ægisíðusundið yfirstaðið

  1. Eygló on Fri, 10th Aug 2012 11:21
  2. Kærar, kærar þakkir fyrir þjóðhöfinglegar móttökur við landgöngu. Vona að ég hafi ekki haft af ykkur kvöldmatinn. ;Þ

  3. Sigrún. on Fri, 10th Aug 2012 17:26
  4. Við vorum svo ofboðslega stolt af þér að við urðum að taka á móti þér… Kvöldmaturinn var bara borðaður í seinna fallinu, hahaha.

  5. Birna Hrönn on Sat, 11th Aug 2012 17:51
  6. Þú ert ótrúleg …. til hamingju … kvöldmatur hvað :)

  7. Biggi bestaskinn on Sun, 12th Aug 2012 12:33
  8. Já, það er heiður að þekkja svona höfðingja .) Segi eins og Birna,, kvöldmatur hvað…

  9. Níels on Mon, 13th Aug 2012 23:07
  10. Frábært að synda með þessu fólki takk fyrir mig

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!