Fossvogssundið fór fram í bongóblíðu

August 16, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Rúmlega 80 sundmenn tóku þátt í Fossvogssundinu hjá okkur síðasta í frábæru veðri og góðri stemmingu. All flestir syntu báðar leiðir og höfðum við fylgd frá sjóbjörgunarsveit Garðabæjar.

Smalarnir okkar syntu fram og aftur um voginn til að fylgjast með sundfólki og gekk allt eftir bestu leiðum og fengu sundmenn powerade að sundi loknu.

Þær stöllurnar Katrín 11 ára og Tindra Gná 10 ára syntu yfir í Kópavog og til baka í þessu sundi og eru þær af því sem best er vitað yngstar til að klára þetta sund. Myndin var tekin rétt fyrir sundið og þær voru þær mjög kátar þegar því var lokið, og farnar að ræða um Grettissund,,,,,,,

Viljum við að lokum þakka öllum sem að sundinu komu og gerðu það mögulegt, sjáumst á föstudaginn í Viðeyjarsundinu sem er síðasta ákveðna hópsund sumarsins.

kv. Stjórnin

Share

Comments

2 Comments on Fossvogssundið fór fram í bongóblíðu

  1. Eygló on Fri, 17th Aug 2012 09:40
  2. Hrikalega flott hjá ykkur stelpur, til hamingju!!!!!!!!

  3. Birna Hrönn on Tue, 28th Aug 2012 20:15
  4. Biggi Katrín er að æfa á fullu 12 x í viku til að geta synt öll löngu sundin næsta sumar hvað með Tindru :)

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!