Sund til Viðeyjar

August 16, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Á morgun 17. ágúst er hið árlega sund til Viðeyjar. Mæting kl 17. á bryggjuna þaðan sem Viðeyjarferjan fer. Þeir sem synda báðar leiðir leggja frá Skarfakletti kl 17.30 og fá gull fyrir. Sundfólki sem hyggst synda aðra leiðina verður skutlað út í Viðey. Önnur leiðin gefur silfur. Bátar og kæjakar fylgja sundmönnum og við treystum einnig á reyndari sundmenn til aðstoðar. Þátttökugjald er 1000 kr. og greiðist við skráningu á staðnum. Að sundi loknu fá allir þátttakendur powerade. Líka Kristín. Hægt verður að kaupa boli á staðnum sem staðfesta sund viðkomandi. Gott er að hafa hlý föt með sér og poka til að geyma fötin í á meðan verið er að synda. Gerum þetta auðvelt mætum tímanlega. Öll aðstoð er vel þegin.
Stjórnin.

Share

Comments

One Comment on Sund til Viðeyjar

  1. Óskar Eggert Óskarsson on Fri, 17th Aug 2012 11:26
  2. “Hægt verður að kaupa boli á staðnum sem staðfesta sund viðkomandi. ”
    - Hvað munu þessir bolir kosta?
    kv.Óskar

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!