Og alllir komu þeir aftur og engin þeirra,,,,,,,varð of kaldur

August 18, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Sund út í Viðey var synt í kvöld. um 140 manns tóku þátt í þetta sinn og náðu allflestir markmiðum sínum.  Ferðin út í viðey var létt og lagóð vegna hagstæðra skilyrða, vindur með sundmönnum og straumur ýtti fólki áfram. Hinsvegar var ferðin frá Viðey og að skrafakletti mun erfiðari þar sem synt var móti vindi og straumi sem var mikill við garðsendan í landi.

Ekki þurfti að hjálpa mörgum sundmönnum við þessar erfiðu aðstæður  sem er ótrúlega gott.

Þegar í land kom tók móttökunefnd á móti fólki með Powerade og medalíur handa öllum.

Einhverjir voru ekki með seðla á sér og hér eru því upplýsingar fyrir þá til að leggja inn á félagið 1.000 kr. vegna sundsins sjálfs.

Bankaupplýsingar:   Rnr. 516-26-66011, Kt. 660110-0460,  (endilega sendið kvittun á skraning@sjosund.is)

Þeir sem vilja kaupa Viðeyjarboli á 1.000 kr. geta gert það í Nauthólsvíkinni, ath, að SJÓR hefur ekki posa svo það þarf að borga með seðlum, eða leggja inn á reikninginn hér að ofan og prenta út kvittun og fara með í víkina til að fá bol.

Tölur: tæðlega 140 manns skráðir í sundið, af þeim voru um tæpir 50 sem syntu aðra leiðina.  Sá elsti 74 ára og sá yngsti var 10 ára. Lagt var að stað frá Skarfakletti kl. 17:47 fyrstu menn og frá Viðeyjarhöfn 17:57 fyrstu menn, svo geta glöggvir sundgarpar reiknað út sinn tíma.

Viljum þakka þeim sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við skarfaklett mikið og gott verk sem gerði allt auðveldara fyrir skipuleggjendur.

Benni Kafari var með tvo báta, björgunarsveitin með stóran bát, Kayakklúbburinn með fullt af Kayökum og Reykjavík Safarí kom með slatta líka.  Þetta fólk er stór partur af þeim sem gerðu þetta sund mögulegt og viljum við þakka þeim öllum fyrir frábæra hjálp.

Eftir sund fóru allflestir í Laugardalslaugina þar sem allir sundmenn fengu frítt í laugina í boði sundlauga Reykjavíkur.

Share

Comments

3 Comments on Og alllir komu þeir aftur og engin þeirra,,,,,,,varð of kaldur

  1. Kristín Helgadóttir on Sun, 19th Aug 2012 16:40
  2. Ástarþakki til ykkar sem skipulögðu þetta sund fyrir okkur. Þetta var allt till fyrirmyndar.

  3. Haukur Bergsteins on Sun, 19th Aug 2012 20:42
  4. Kærar þakkir fyrir frábæra skipulagningu. Þetta var allt til mikilrar fyrimyndar.
    Ath. sá elsti er 76 ára.

  5. Níels Harðarson on Wed, 22nd Aug 2012 22:29
  6. Frábært sund og gott skipulag takk fyrir mig

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!