Lopinn 2012 – kvöldsjósund

August 23, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Næstkomandi laugardagskvöld 25.ágúst verður haldið lokakvöld á veitingastaðnum Himinn og Haf í Garðabæ. Þarna verður eins og stendur á auglýsingunni kósí stemning, varðeldur, lifandi tónlist og vonandi fallegt sólsetur. Við ætlum auðvitað að vera með og fjölmenna í sjóinn fyrir framan. Eftir sjósundið hlýjum við okkur við varðeldinn eða bara dillum okkur við tónlistina í lopapeysunum. Hittumst á staðnum og förum saman í sjóinn um kl 20:30.

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!