Boðsundssveit kvenna syndir frá Reykjavík til Akraness

August 26, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Þær Raggý, Birna, Sigrún og Kidda höfðu nákvæmlega ekkert að gera núna á sunnudag svo þær ákváðu að synda upp á skaga í boðsundi og horfa á Fótboltaleik.  Þær byrjuðu sundið kl. tíu frá Seltjarnarnesi og settu stefnuna á Langasand.  Hver sundkona synti klukkutíma í einu og þá tók næsta við. Sundið tók átta og hálfan tíma og syntu því allar tvisvar  og svo syntu þær allar í land.

Á leiðinni sáu þær makríltorfur og hvali og var það upplifun fyrir þessi dýr að fá að synda með sundkonunum.

Óskum við þeim til hamingju með þetta frábæra sund og bíðum spennt eftir því hvað þeim tekst að finna upp á næst.

p.s. Skaginn vann .)

Share

Comments

6 Comments on Boðsundssveit kvenna syndir frá Reykjavík til Akraness

 1. Eygló on Sun, 26th Aug 2012 23:52
 2. Þið eruð svo svalar að það hálfa væri nóg:

  Hafmeyjukvartettinn hentist af stað
  með hrefnum að synd’uppá Skagann
  Þær storkuðu ægi og stórbrutu blað
  stelpurnar okkar: Birna, Kidda, Raggý og Sigrún.

  …..það rímar ekkert við Skagann
  það þarf að lag’ann…………………..!

 3. Sigrún. on Mon, 27th Aug 2012 08:39
 4. Hahaha, snillingur Eygló :-)
  Takk fyrir móttökurnar, þær voru frábærar :-)

 5. Raggý on Mon, 27th Aug 2012 11:02
 6. Þakka ykkur kærlega fyrir móttökurnar og hvatningu á leiðinni. Yndislegt að sjá ykkur í fjörunni. og já takk sá sem keypti orkudrykki og færðu okkur.

 7. Guðrún Hlín on Mon, 27th Aug 2012 12:38
 8. Raggý, ég varð að standa undir nafni sem konan með bláa drykkinn, Krummi var alsæll að fá að afhenda ykkur drykkina, hann hefði ekki verið stoltari þó hann hefði afhent ykkur medalíur
  p.s.ég vona að þið afsakið útganginn á barninu :-)

 9. Haukur Bergsteins on Mon, 27th Aug 2012 16:34
 10. Frábært ! Til hamingiu með þennan frábæra árangur!!!!!!

 11. Birna Hrönn on Mon, 27th Aug 2012 17:03
 12. Hahaha..já það er nefnilega málið við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera næsta sunnudag !!!!!!
  Takk öll þið sem mættuð og tókuð á móti okkur, það var eitthvað svo hlýlegt að sjá ykkur þarna í flæðamálinu.
  Guðrún mín þú klikkar aldrei það er bara þannig… og Krummi var bara krúttlegur :)

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!