Syndum í Kleifarvatni

August 28, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Í aðdraganda þess að 4 kappar syntu Þingvallasund á laugardag, leituðu menn að hentugum æfingarstað fyrir ferskvatnssund.  Kleifarvatn varð fyrir valinu þar sem það er frekar stutt í burtu, alla vega fyrir þá sem búa í Hafnarfirði J

Þegar menn hófu æfingar í Kleifarvatni, opnaðist nýr heimur af skemmtun og allir sem tóku þátt í þessum undirbúningi voru sammála um að leyfa yrði fleirum að njóta þess og upplifa.

Kleifarvatn er kaldara en sjórinn, en það skrítna er að líkaminn er mjög fljótur að aðlagast vatninu.  Tært vatnið og útsýnið er stórkostlegt.

Myndbönd og myndir frá Kleifarvatni hafa vakið skemmtileg viðbrögð og margir spurt hvort ekki væri hægt að setja saman skemmtilegan viðburð á vegum SJÓR við Kleifarvatn.

Næstkomandi fimmtudag 30 ágúst, er hugmynd að fara uppeftir kl 17.30 og væri gaman ef fólk tæki með sér pulsupakka til að grilla áður eða á eftir sundferðina.  Einhverjir eiga líka ferðagrill og væri vel þegið að kippa þeim með.

Gott er að fara í skýluna eða sundbol undir fötin sýn, vera í léttum fötum svo sem jogging eða álíka, taka með sér baðskó og svo góða skapið.  Nauðsynlegt er að hafa með sér sundgleraugu, þar sem gaman er að skoða botninn.

 

Hittumst svo við enda vatnssins, þar fyrst er keyrt að vatninu, sé komið úr Hafnarfirði.

 

Með tilhlökkun að sjá sem flesta.

Kv,

Árni Þór

Kiddi Magg

Hálfdán

Bjössi

Share

Comments

One Comment on Syndum í Kleifarvatni

  1. Eygló on Fri, 31st Aug 2012 11:24
  2. Allt er þegar þrennt er: berjatínsla, öldusund og sandspyrna! Takk f. sundstefnumótið………..

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!