Haustferð á Þingvelli – sund í tærasta vatni í heimi

September 3, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Sunnudaginn, 9.september næstkomandi, ætlum við að fara í haustferð á Þingvelli og synda saman í Nikulásar- og Flosagjá eða það sem flestir kalla “Peningagjá. Það er hreint magnað að synda í þessum gjám. Vatnið er algjörlega tært og skyggnið eins og best er á kosið enda eru gjárnar á Þingvöllum einn af þremur bestu köfunarstöðum í HEIMINUM. Við ætlum að hittast við Olís í Mosó kl 11 á sunnudagsmorguninn, sameinast í bíla og bruna af stað. Gott að taka með sér nesti og teppi. Sjáumst hress :-)

Share

Comments

6 Comments on Haustferð á Þingvelli – sund í tærasta vatni í heimi

 1. Ósk on Tue, 4th Sep 2012 12:19
 2. er þetta ekki hryllilega kalt

 3. Raggý on Tue, 4th Sep 2012 12:28
 4. Sko vatnið í gjánni er um 3 gráður – trúlega finnst sumum það kalt. Við erum ekki lengi út í í einu. En það er magnað að sjá litadýrðina og tærleikan. Nauðsynlegt að vera með góð gleraugu og sundhettu.

 5. Ósk on Tue, 4th Sep 2012 13:22
 6. ætlar einhver í Nauthólsvíkina uppúr 1700 í dag….

 7. Eygló on Tue, 4th Sep 2012 13:34
 8. Að kafa í Peningagjá, það gæti borgað sig. Ég ætlað mæta.

 9. Eygló on Sun, 9th Sep 2012 18:47
 10. Það var svalt að synda í peningum um stund og heitt að koma uppúr. Ólíkt ævintýri útrásarvikinganna var “transparency” algert í okkar tilfelli.

  Takk fyrir nýja upplifun með skemmtilegasta fólki í heimi. Á næsta ári förum við í Jökulsárlón, ikke sant?

 11. Guðrún Hlín on Sun, 9th Sep 2012 18:57
 12. Frábær ferð, ótrúlega tært, ég tek undir það sem Birna sagði, þetta var eins og fljúga.
  Meiriháttar, líst vel á Jökulsárlón Eygló :-)
  Kærar þakkir fyrir mig

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!