Þingvallasund 25 ágúst

September 9, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Kláruðu að synda 5 km leið yfir Þingvallavatn.

Laugardag 25 ágúst, kláruðu þeir Kristinn Magnússon, Árni Þór Árnason, Hálfdán Örnólfsson og Benedikt Hjartarson sund yfir Þingvallavatn.  Lagt var af stað frá Mjóanesi og tóku sundmenn land við Markarvík 5 km síðar.  Sundið gekk að óskum, þótt nokkuð þung alda hafi komið á hlið sundmanna megnið af leiðinni.

Vatnið mældist um 10 gráður og nýttu sundmenn sér engin hjálpartæki svo sem galla eða blöðkur, heldur voru í hefðbundnum sundbuxum,  með sundhettu og sundgleraugu.  Hálfdán Örnólfsson kom fyrstur að Markarvík á tímanum 1 tíma og 40 mínútur, en svo komu félagar hans inn einn af öðrum á næstu 10 mínútum.

Þingvallasund er draumur margra sundmanna, en einungis 5 menn hafa synt það frá upphafi.  Fylkir Þ Sævarsson synti það fyrstur manna sumarið 2001, en félagi hans Kristinn Magnússon synti það árið eftir og svo aftur núna og stóð fyrir skipulagningu þess.

Þingvallasund er nr 17 í röðinni yfir alþjóðlega upptalningu yfir áhugaverð sund, sjá http://www.worldstop100openwaterswims.com/

Sundmenn nutu dyggrar aðstoðar Björgunarsveitarinnar á Selfossi og góðra vina sem studdu sundmenn með ráð og dáð og viku ekki frá þeim allt sundið.  Sveinn Valfells og kona hans buðu svo sundmönnum og fylgdarliði upp á gúllassúpu í sumarbústað þeirra við vatnið.

Allar sögulegar upplýsingar er hægt að finna á www.thingvallasund.com

 

Upplýsingar veita

Árni Þór Árnason, gsm 8938325

Kristinn Magnússon, gsm 8486313

Hér eru svo þrír linkar með myndum og video.

http://www.facebook.com/Thingvallasund

http://thingvallasund.com/

http://www.youtube.com/watch?v=Nost1RL1Auk

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!