Ný stjórn Sjósundsfélagsins

November 3, 2012 by
Filed under: Fréttir 

Á aðalfundi félagsins, síðastliðinn miðvikudag 31. október, var kosinn ný stjórn. Benedikt Hjartarson lét af störfum sem formaður félagsins og eins hættu í stjórninni þau Birgir Skúlason, Jóhanna Fríða Dalkvist og Guðrún Atladóttir. Þeim voru færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og vonandi að félagið fái að njóta starfskrafta þeirra áfram í ýmsum verkefnum.
Nokkrir stjórnarmenn úr síðustu stjórn buðu fram krafta sína áfram, og nokkrir nýjir bættust í hópinn. Stjórn félagsins skipa núna 5 aðalmenn og 2 varamenn. Nýju stjórnina skipa eftirfarandi:

Ragnheiður Valgarðsdóttir Formaður
Sæþór Ingi Harðarson Gjaldkeri
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Ritari
Árni Georgsson Stjórnarmaður
Harpa Hrund Berndsen Stjórnarmaður

Varamenn
Guðrún Hlín Jónsdóttir
Ragnar Torfi Geirsson

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!