Yfirheyrsla mánaðarins

November 18, 2012 by
Filed under: Yfirheyrslan 

Nafn: Sigrún Þ. Geirsdóttir
Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Guðný systir dró mig með sér.
Í hvernig sundhettu langar þig mest?
Mig langar í sundhettu með fléttum.
Hvar er draumurinn að synda?
Draumastaðurinn er Corfu.
Eftirminnilegasti sundstaðurinn?
Úfff, þeir eru margir. Helgusundið í Hvalfirði var æði, Akranes og Hofsós líka, allir staðir geggjaðir.
Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?
Hef kynnst yndislegu fólki og síðan hefur það lyft mér upp bæði andlega og líkamlega.
Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?
Já, Drangey :-)
Er sjósund smart eða púkó?
Sjósund er töff.
Syndari eða syndgari?
Ég er bæði :-)
Hvað ertu að gera þessa dagana?
Vinna, læra og synda.
Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?
Gæti ekki verið hamingjusamari :-)
Hvernig finnst þér gufubaðið?
Gufubaðið er snilld.
Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera?
Auðvita Hrefna.
Hefur þú prófað Þórberg?
Nei… hef ekki prófað hann, en það væri kannski gaman ???
Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkini, hverju myndir þú vilja breyta?
Hafa opið á laugardögum.
Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista
Hver eru launin þín?
Ég man það ekki, það er svo mikið.
Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum?
Það fer eftir því í hvaða stuði ég er í.
Kók eða Pepsí?
Kók er best í heimi.
Borðar þú vini okkar, sjávardýrin?
Ég elska að borða vini okkar.
Hvaða sjávardýr er best á bragðið?
Humar er mjög góður.
Æfir þú aðrar íþróttir?
Ég stunda sund og hleyp stundum.
Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff?
Auðvita, elska Hasselhoff

Share

Comments

2 Comments on Yfirheyrsla mánaðarins

  1. Corinna on Tue, 20th Nov 2012 09:37
  2. Flott kona. En hvað heitir hún???

  3. raggy on Tue, 20th Nov 2012 09:42
  4. haha – gleymdi að segja til nafns :-) en búið að bæta úr því

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!