Skrúbbuðu sig með kaffikorg

November 21, 2012 by
Filed under: Fréttir 


Nokkrir sjósundsgestir prófuðu að maka á sig kaffikorg  í síðustu viku.  Sá sem tók kaffikorginn með sér hafði heyrt um ágæti kaffikorgs og hafði sjálfur sett hann í rósabeðin í garðinum sem jarðvegsbæti og nýtt þannig afganginn úr kaffivélinni í vinnunni. Einnig hafði hann heyrt að fólk væri að nota kaffikorginn sem líkamsskrúbb.  Nokkrir sjósundsgestir prófuðu að maka á sig korginum eftir gott sjóbað og pott. Nudduðu hæla og kroppinn, fóru með hann inn í gufuna og skrúbbuðu harða húð í burtu og skoluðu sig svo í útisturtunni.  Útkoman var æðisleg, silkimjúk húð og greinilegt að það er einhver fita í korginum sem situr eftir á húðinni.  Það heyrðist  síðan í pottinum að gott væri að blanda  saman kaffikorginum og kókosolíu og búa þannig til góðan skrúbb.  Greinilegt að kaffikorgur er til margra hluta nytsamlegur. Gaman væri að fá fleiri fréttir af notkun kaffikorgs.

Share

Comments

2 Comments on Skrúbbuðu sig með kaffikorg

  1. Kristín Helgadóttir on Sun, 25th Nov 2012 01:01
  2. ég er að viða að mér upplýsingum um heimalagaða líkamsskrúbba og ætla svo að láta ykkur prófa. Eru ekki fleiri sem vilja gera tilraunir og leyfa okkur að njóta?

  3. Kristín Helgadóttir on Mon, 26th Nov 2012 23:14
  4. kaffikorg er líka hægt að nota til að pússa skó með. Hann hreinsar víst salt vel af þeim.

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!