Sundsamband Íslands heiðrar sjósundsfólk

November 21, 2012 by
Filed under: Fréttir 

 

Uppskeruhátíð SSÍ var haldin s.l. sunnudagskvöld. Stjórn SSÍ ákvað að veita þeim sex sundmönnum sem syntu boðsund yfir Ermarsund á árinu silfurmerki sundsambandsins. Í reglum SSÍ um heiðursviðurkenningar kemur fram að veita megi þeim sem hafa náð viðurkenndum alþjóðlegum árangri silfurmerki SSÍ. Sjósundskapparnir sex eru þeir Hálfdán Freyr Örnólfsson, Árni Þór Árnason, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Kristinn Magnússon, Björn Ásgeir Guðmundsson og Ásgeir Elíasson. Að auki var Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður sæmdur silfurmerkinu. Á uppskeruhátíðinni var talað um að hann hafi sýnt heilmikinn kjark og þor við að kynna sundíþróttir og þróun sunds á Íslandi undanfarin misseri. Kvikmynd hans Sundið er ómetanleg heimild um sund á Íslandi frá landnámi.  Jón Karl lagði óhemju vinnu í verkefnið og er því vel að merkinu kominn.

Share

Comments

2 Comments on Sundsamband Íslands heiðrar sjósundsfólk

  1. Sigrún on Wed, 21st Nov 2012 15:16
  2. Frábært hjá þeim, til hamingju :-)

  3. Eygló on Fri, 23rd Nov 2012 12:21
  4. Birna, Björn og húnarnir! Þið eruð sannkölluð “bjarndýr” þegar kemur að sjósundi. Til hamingju með afrekin ykkar.

    http://www.visir.is/isbjorn-synti-latlaust-700-km-a-9-dogum/article/2011110509579

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!