Yfirheyrslan – Ásgeir Sæmundsson

January 9, 2013 by
Filed under: Yfirheyrslan 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafn: Ásgeir Sæmundsson

Hvernig atvikaðist það að þú fórst að synda í sjónum?
Kolbrún Karlsdóttir vinkona mín bauð mér með. Ég er henni ævinlega þakklátur fyrir það og sendi henni hér með knús

Í hvernig sundhettu langar þig mest?
Ég er lítið fyrir sundhettur, Þær eru skemmtilegar samt TYR broskallahetturnar :)

Hvar er draumurinn að synda?
Allstaðar með ykkur. En Kollafjörður heillar mig

Eftirminnilegasti sundstaðurinn?
Það er erfitt að gera upp á milli en Brúsastaðir 13.04, Akranes 18.07, Grótta 21.06 og Viðeyjarsundið 17.08 standa uppúr

Hvað hefur sjósundið gert fyrir þig?
Það hefur breytt lífi mínu yndislegt í ævintýr

Hefur þú sett þér sjósundsmarkmið?
Mig langar að synda stóra Viðeyjarsundið

Er sjósund smart eða púkó?
Það er púkó að vera ekki í sjósundi.

Syndari eða syndgari?
Algjör engill ;)

Hvað ertu að gera þessa dagana?
Vinna, njóta lífsins og bíða eftir næsta sjósundsdegi.

Hvenær og hvar ertu hamingjusöm/samur?
Næstum alltaf allstaðar sérstaklega í sjónum.

Hvernig finnst þér gufubaðið?
Nota það sama og ekkert, en elska útisturtuna

Hvaða sjávardýr værir þú til í að vera?
Selir eru alltaf svo flottir og geta líka verið á landi. Ég sakna gamla Sædýrasafnsins það var æði

Ef þú mættir breyta einu í Nauthólsvíkinni, hverju myndir þú vilja breyta?
Það er freistandi að segja eignarhaldinu en ætli ég myndi ekki fjölga kvöldopnunum í 3

Og svo koma nokkrar spurningar til að auðvelda úrvinnslu þessara spurningarlista

Hver eru launin þín?
Ánægja og vellíðan eru góð laun

Hverja á að kjósa í næstu alþingiskosningum?
Tja… Þetta gengur ekki, Ég vill breytingar!

Kók eða Pepsí?
Drekk voða lítið gos en RC cola light kemur sterkt inn. Finnst það einsog Pepsi í dulargervi

Borðar þú vini okkar, sjávardýrin?
Já auðvitað, þau eru æði

Hvaða sjávardýr er best á bragðið?
Þau eru öll góð hvert á sinn hátt. Túnfisksteik er alltaf góð

Æfir þú aðrar íþróttir?
Ekki að staðaldri

Ætlar þú á tónleikana með Hasselhoff?
Ólíklegt nema Skálmöld spili undir :) 

 

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!