Sjósund á Gróttudeginum

April 15, 2013 by
Filed under: Fréttir 

Laugardaginn 13. apríl var Gróttudagurinn haldin hátíðlegur og var margt í boði. Eitt af nýjungunum þetta árið var að efna til sjósunds frá fastalandinu og út í eyju. Við tókum auðvitað vel í þessa hugmynd þrátt fyrir að hátíðin sé haldin á fjöru og ekki mikill sjór í kringum eyjuna. Nokkuð margir sjósyndarar mættu á staðinn og syntu 10 þeirra yfir. Ákveðið var að ganga fjöruna í átt að golfvellinum og fara í sjóinn á miðri leið. Sundið og svamlið gekk vel þrátt fyrir lítinn sjó. Seltjarnarnesbær tók vel á móti okkur þegar yfir í Gróttu var komið. Þar beið okkar stórt fiskikar með heitu vatni í fjörunni, Rótaryklúbburinn bauð okkur í súpu og við komumst í sturtu. Þar sem ekkert heitt vatn er í eyjunni þurfti að flytja það á staðinn, það var gert í stórum tanki sem var örlítið ryðgaður að innan. Við ferðalagið út í eyjuna litaðist því vatnið og var engu líkara en að við værum að ylja okkur í gúllassúpupotti að loknu sundi.

Seltjarnarnesbær langar til að gera sjósundið að föstum lið á Gróttudeginum. Við sem syntum þökkum þeim kærlega fyrir góðar móttökur, skemmtilega stund og erum alveg til í að koma aftur að ári.

bestu kveðju

PS: Seltjarnarnesbær þakkar okkur kærlega fyrir að gera Gróttudaginn svona eftirminnilegan :-)

Share

Comments

Tell me what you're thinking...
and oh, if you want a pic to show with your comment, go get a gravatar!